spot_img
HomeFréttirPálína og Ifeoma væntanlega klárar í fyrsta leik

Pálína og Ifeoma væntanlega klárar í fyrsta leik

11:58 

{mosimage}

 

 

(Ifeoma liggur meidd eftir byltu í Ljónagryfjunni) 

 

 

Haukakonur urðu í gærdag meistarar meistaranna í kvennakörfuknattleik eftir frækinn 70-48 sigur á ÍS í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Sigurinn kom ekki að kostnaðarlausu þar sem Pálína Gunnlaugsdóttir, bakvörður, og bandaríski leikmaðurinn Ifeoma Okonkwo urðu báðar frá að víkja vegna meiðsla sem þær hlutu í 3. leikhluta.

 

Pálína og Ifeoma meiddust með skömmu millibili og setti það Hauka aðeins á hælana en Íslandsmeistararnir rönkuðu við sér í fjórða leikhluta og kláruðu leikinn af krafti.

 

„Ragna Margrét missteig sig líka í leiknum en ég geri ráð fyrir því að Pálína mæti á æfingu hjá okkur í kvöld en Ifeoma þarf í sjúkraþjálfun en ég á von á því að þær verði báðar tilbúnar þegar leiktíðin hefst,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hauka, í samtali við Víkurfréttir.

 

Frétt og mynd: www.vikurfrettir.is

Fréttir
- Auglýsing -