spot_img
HomeFréttir9. sæti: Hamar/Selfoss

9. sæti: Hamar/Selfoss

09:40 

{mosimage}

 

 

Hvergerðingar rétt missa af úrslitakeppninni samkvæmt spánni frá Karfan.is. Reynsluboltinn úr Borgarnesi, Ari Gunnarsson, er genginn í raðir H/S en ekki er búist við miklu frá honum inni á vellinum en hann verður Pétri Ingvarssyni, þjálfara, innan handar á hliðarlínunni og á örugglega eftir að miðla töluverðri reynslu til yngri leikmann H/S og reynast þeim haukur í horni.

 

Á síðustu leiktíð luku H/S keppni í níunda sæti deildarinnar og rétt misstu af úrslitakeppninni. Helsta driffjöðurin hjá H/S í fyrra var bakvörðurinn Clifton Cook sem var með 27,3 stig að meðaltali í leik. Nú er Bandaríkjamaðurinn Lewis Monroe genginn í raðir Hvergerðinga en hann mun skila sömu stöðu og Clifton gerði í fyrra, bakvörður/skotbakvörður.

 

Það er mikill hvalreki fyrir H/S að bakvörðurinn Lárus Jónsson hafi snúið aftur á fornar slóðir en þar er á ferðinni duglegur bakvörður. Eldur Ólafsson gekk einnig í raðir H/S fyrir þessa leiktíð en hann er bróðir Fannars Ólafssonar, landsliðsmiðherja, og ef hann á skap til eins og bróðir sinn gæti hann reynst H/S mikil hjálp en Eldur hefur átt við meiðsli að stríða og er óðum að ná sér af þeim.

 

Pétur Ingvarsson, þjálfari, er mikill reynsluhundur og jafnvel enn þann dag í dag gæti hann látið að sér kveða á parketinu en þó er búist við því að hann verði á hliðarlínunni. Bojan Bojovic verður með H/S í vetur en hann lék 7 leiki með Haukum í fyrra og gerði þar 8,4 stig að meðaltali í leik.

 

Það verður annasamur vetur hjá Svavari Pálssyni að vanda en í fyrra gerði hann 10,7 stig að meðaltali í leik með H/S en ef liðið á að ná inn í úrsitakeppnina í ár þarf að koma meira frá honum.

 

Leikmannahópur H/S:

 

Bragi Bjarnason                       

Friðrik Hreinsson                     

Lárus Jónsson              

Lewis Monroe             

Magnús Sigurðsson                  

Páll Helgason                           

Ari Gunnarsson            

Atli Gunnarsson                       

Bojan Bojovic             

Eldur Ólafsson             

Hallgrímur Brynjólfsson

Ívar Hafsteinsson                                 

Jón Jónasson                           

Frosti Sigurðarson                   

Rúnar Sævarsson                     

Svavar Pálsson            

Tryggvi Úlfsson

 

Samkvæmt spánni hafnar Hamar/Selfoss í 9. sæti deildarinnar eða í sama sæti og í fyrra og er helsta skýringin sú að íslensku leikmennina í liðinu skortir reynslu í deildinni og fáir af þeim hafa spilað stór hlutverk t.d. í úrslitakeppninni.

 

 

Mynd: Sverrir Þorsteinsson

Fréttir
- Auglýsing -