spot_img
HomeFréttir4. sæti: Skallagrímur

4. sæti: Skallagrímur

15:43 

{mosimage}

 

 

 

Skallagrímur átti gott tímabil í fyrra en þá léku þeir til úrslita við Njarðvík um Íslandsmeistaratitilinn. Liðið hefur ekki tekið miklum breytingum í vetur og má búast við þeim sterkum en Borgarnes er að verða einn erfiðasti heimavöllur landsins. Áhorfendur í Borgarnesi eru duglegir að mæta og hvetja sína menn og það virðist skila sér til leikmanna.

 

Skallagrímur hefur fengið tvo sterka leikmenn í þeim Sveini Blöndal og Hermanni Daða Hermannssyni. Einnig hafa þeir fengið Darrel Flake en hann lék síðast með Fjölni á Íslandi. Þeir halda Makedónunum frábæru Dimitar Karadzovski og Jovan Zdravevski en Jovan er einn allra besti erlendi leikmaður sem hefur spilað á Íslandi undanfarin ár. Það er stórt spurningarmerki hvort að Darrel Flake nái að fylla hið stóra skarð sem George Byrd skildi eftir sig en hann lék frábærlega með Skallagrím í fyrra. Þeir misstu einnig Heiðar Hansson sem gekk til liðs við KR.

 

Skallagrímur er nú þegar búnir að bæta árangur sinn frá því í fyrra í Powerade-bikarnum en þeir komust í fyrsta skipti í undanúrslit keppninnar en þeir töpuðu fyrir Keflavík í Höllinni.

 

 

{mosimage}

 

Miklar væntingar eru í Borgarnesi fyrir veturinn enda halda þeir öllum helstu leikmönnum liðsins frá því í fyrra að George Byrd undanskildum og fá til sín sterka íslenska leikmenn sem auka breiddina töluvert. Karfan.is telur að Skallagrím muni eiga gott tímabil í vetur og liðið verður með í baráttunni í öllum keppnum. Heimavöllur liðsins er gífurlega sterkur og verður hann sá sterkasti í deildinni og Karfan.is dregur það stórlega í efa að þeir muni tapa leik þar. Ef þeir myndu tapa á heimavelli þá yrði

Snæfell líklegastir til þess að landa sigri þar.

 

Leikmenn Skallagríms:

 Axel Kárason         

Óðinn Guðmundsson                

Dimitar Karadzovski  

Pálmi Þ Sævarsson    

Finnur Jónsson        

Hafþór I Gunnarsson  

Pétur M Sigurðsson   

Sveinn Blöndal       

Hákon G Þorvaldsson                 

Bjarni H Kristmarsson               

Jovan Zdravevski     

Darrell Flake

 

Skallagrímur verður eitt af toppliðum ársins en Karfan.is spáir þeim 4. sæti og heimavallarréttindum í úrslitakeppninni. Ef leikmenn eins og Jovan og Axel Kára eiga gott tímabil mun liðið standa sig vel. Sveinn Blöndal gæti orðið einn besti varamaður deildarinnar en þar fer gífurlega hæfileikaríkur leikmaður á ferð.

 

 

Myndir: [email protected]

 

 

5. sæti: Grindavík

Fréttir
- Auglýsing -