spot_img
HomeFréttir1. sæti: Njarðvík

1. sæti: Njarðvík

18:34 

{mosimage}

 

 

 

Karfan.is spáir því að Íslandsmeistararnri verji titilinn í vetur. Þeir halda öllum leikmönnum sínum frá því í fyrra og hafa bætt við sig sterkum leikmanni, Igor Beljanski. Einar Árni verður með liðið áfram en hann hefur staðið sig vel með liðið undanfarin tvö ár. Njarðvík mun stefna á alla titla í vetur og nú þegar hafa þeir unnið meistarakeppnina og spilað til úrslita í Powerade-bikarnum.

 

Njarðvík mun taka þátt í Evrópukeppninni og mun aukið álag hafa áhrif á form liðsins í deildinni en þrátt fyrir það telur Karfan.is að þeir muni enda sem sigurvegara í vor. Þátttaka í Evrópukeppni eykur álag á liðið en um leið styrkist það við að spila við nýja og sterka andstæðinga.

 

Á undirbúningstímabilinu hafa Guðmundur Jónsson og Jóhann Ólafsson átt í vandræðum með meiðsli og ef lykilmenn eins og Brenton Birmingham og Friðrik Stefánsson haldast heilir þá verður ekkert lið sem getur stoppað þá. Risinn Egill Jónasson mun eiga gott tímabil en það eru fáir leikmenn í deildinni sem ráða við hann.

 

Njarðvík hefur alið marga efnilega leikmenn og einn slíkur er Hjörtur Einarsson sem á eftir að spila stærra hlutverk í ár heldur en í fyrra. Hjörtur átti stórleik í undanúrslitum Powerade-bikarsins en þá skoraði hann 19 stig á 21 mínútu en hann er aðeins 17 ára gamall og hefur verið lykilmaður í yngri landsliðum Íslands.

 

 

{mosimage}

 

Igor Beljanski mun reynast liðinu gífurlega sterkur en hann átti frábært tímabil í fyrra með Snæfell.

 

Leikmannahópur Njarðvíkur:

 

Friðrik Stefánsson

Igor Beljanski 

Jeb Ivey

Egill Jónasson

Kristján Sigurðsson

 Guðmundur Jónsson 

Brenton Birmingham

Rúnar Ingi Erlingsson 

Hjörtur Hrafn Einarsson

Ragnar Ragnarsson 

Jóhann Árni Ólafsson 

Halldór Karlsson

Daníel Guðmundsson 

Jónas Ingason           

Elías Kristjánsson      

 

Karfan.is spáir því að Njarðvík verji titilinn en til þess að svo verði raunin þarf Brenton að halda sér heill allan veturinn og Einar Árni þarf að deila álaginu skynsamlega fram að áramótum á meðan liðið er í Evrópukeppninni.

 

 

Myndir: www.vf.is

 

 

2. sæti: Keflavík

Fréttir
- Auglýsing -