21:32
{mosimage}
(Leikmenn liðanna 12 sem munu spila í Iceland Express-deild karla)
Spá forráðamanna, þjálfara og fyrirliða var birt í dag og var Njarðvík spáð sigur í Iceland Express-deild karla og Haukum var spáð sigri í Iceland Express-deild kvenna. Spekingar á Karfan.is spáðu einnig þessum sömu liðum sigur í vetur.
Nýliðar deildanna tveggja, Tindastóll, Þór Þ. og Hamar/Selfoss munu falla samkvæmt spánni en síðastnefnda liðið spilar í Iceland Express-deild kvenna en hin tvö í Iceland Express-deild karla.
Það var góð mæting í dag á blaðamannafund KKÍ vegna upphafs Iceland Express-deildanna. Á kynningarfundinum skrifuðu fulltrúar KKÍ og Iceland Express undir áframhaldandi samning á samstarfi sínu til tveggja ára.
{mosimage}
(Arnþór Hafþórsson, markaðsstóri Iceland Express og
Hannes Jónsson formaður KKÍ undirrita nýja samninginnn í dag)
Að loknum kynningarfundinum spreyttu fjölmiðlamenn sig í 3-stiga keppni og varð Hans Bjarnason á NFS hlutskarpastur eftir harðvítuga baráttu við blaðamann Körfunnar.is. Verðlaun í skotkeppninni var flugmiði fyrir tvo til einhverra af þeim fjölmörgu áfangastaða sem Iceland Express flýgur til.
{mosimage}
((Leikmenn liðanna 6 sem munu spila í Iceland Express-deild kvenna)
Spá í Iceland Express-deild kvenna:
1. Haukar 101 stig(Af 108)
2. Keflavík 86 stig
3. Grindavík 81 stig
4. ÍS 50 stig
5. Breiðablik 34 stig
6. Hamar/Selfoss 28 stig
{mosimage}
(Haukum er spáð sigri)
Spá í Iceland Express-deild karla:
1. Njarðvík 413 stig(Af 432)
2. Keflavík 399 stig
3. KR 325 stig
4. Skallagrímur 310 stig
5. Snæfell 306 stig
6. Grindavík 244 stig
7. ÍR 218 stig
8. Haukar 171 stig
9. Hamar/Selfoss 127 stig
10. Fjölnir 122 stig
11. Tindastól 108 stig
12. Þór Þorlákshöfn 67 stig
{mosimage}
(Njarðvík er spáð sigri)
{mosimage}
(Þjálfarar í Iceland Express-deild kvenna)
myndir og frétt: [email protected]