10:48
{mosimage}
(Þessir leikmenn heimsækja H/S í vetur)
Spá Karfan.is heldur áfram og í dag hefst spáin fyrir Iceland Express deild kvenna. Nýliðum Hamar/Selfoss er spáð neðsta sætinu í Iceland Express-deild kvenna en þær eru að spila í fyrsta skipti í efstu deild. Liðið er ekki mikið breytt frá því í fyrra og má búast við því að róðurinn verður þungur í vetur enda er himin og haf á milli liðanna í 1. og 2. deild kvenna.
Andri Þór Kristinsson heldur áfram með liðið en þær unnu 2. deildina í fyrra eftir baráttu við Tindastól og reyndust innbyrðisviðureignir liðanna hafa úrslita áhrif. H/S tapaði á heimavelli með 16 stigum í byrjun nóvember en unnu svo stórsigur strax eftir áramót, 47-85, og sigurinn í deildinni var vís.
H/S var með erlendan leikmann um tíma í fyrra, Atari Parker, og kemur hún nú aftur en hún var fengin til liðsins fyrir seinni leikinn við Tindastól. En Andri sagði að hún hefði eingöngu komið til að liðin gætu keppt á jafnræðisgrundvelli en Tindastóll tefldi fram Bandarískri stelpu í fyrra.
Reynsla leikmanna Hamar/Selfoss er ekki mikil í 1. deild kvenna en aðeins 3 leikmenn af 17 hafa spilaði í efstu deild. Dúfa Dröfn Ásbjarnardóttir hefur spilað eitt tímabil en hún kom til liðsins frá Laugdælum fyrir tímabilið. Ragna Hjartardóttir lék í fyrra með Breiðablik í Iceland Express-deildinni og Sóley G. Guðgeirsdóttir hefur leikið eitt tímabil í efstu deild.
Þær hafa aðeins fengið tvo nýja leikmenn sem eru Dúfa og Ragna en Atari kemur aftur til liðsins. Þær misstu einn leikmann en Eygerður Tómasdóttir er hætt.
Ragnheiður og Íris voru stighæstar hjá þeim í fyrra með 16.1 og 13.7 stig fyrir utan Atari Parker sem lék 5 leiki með liðinu og skoraði 25.2 stig. Hafrún Hálfdánardóttir gæti komið á óvart í vetur en hún er aðeins 16 ára gömul og var í U-16 ára landsliði Íslands í sumar. Hún skoraði 8.4 stig í fyrra og var fjórða stigahæst á eftir Atari, Ragnheiði og Írisi.
Leikmannahópurinn:
Atari Parker
Álfhildur E. Þorsteinsdóttir
Bjarney Sif Ægisdóttir
Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir
Fanney L. Guðmundsdóttir
Fríða M. Þorsteinsdóttir
Hafrún Hálfdanardóttir
Harpa Garðarsdóttir
Hekla Kristinsdóttir
Hildur Magnúsdóttir
Hlín Guðnadóttir
Íris Ásgeirsdóttir
Jóhanna B. Sveinsdóttir
Ragna Hjartardóttir
Ragnheiður Magnúsdóttir
Rannveig Reynisdóttir
Sóley G. Guðgeirsdóttir
Þjálfari Andr Þór Kristinsson
Forvitnilegt verður að sjá hvernig nýliðum H/S á eftir að spreyta sig í vetur og ef þeim tekst að búa til gryfju á heimavelli þá gætu þær jafnvel landað nokkrum sigrum.
mynd: [email protected]