spot_img
HomeFréttirLitháen mætir heimamönnum í Þýskalandi nú í hádeginu á EuroBasket 2022 -...

Litháen mætir heimamönnum í Þýskalandi nú í hádeginu á EuroBasket 2022 – Sex leikir á dagskrá í dag

Lokamót EuroBasket fór af stað síðastliðinn fimmtudag í Georgíu, Tékklandi, Ítalíu og Þýskalandi. Eins og í síðustu skipti er riðlakeppnin á ólíkum stöðum álfunnar áður en útsláttarkeppnin hefst, en þetta árið fer hún öll fram í Berlín í Þýskalandi.

Hérna er heimasíða mótsins

Eitthvað hefur verið um óvænt úrslit það sem af er móti þó flest hafi þau verið eftir bókinni. Fram að útsláttarkeppninni sem hefst komandi laugardag 10. september eru 36 leikir á dagskrá sem alla er hægt að horfa á fyrir vægt gjald í gegnum Courtside 1891.

Á dagskrá í dag eru 6 leikir, þar sem að meðal annars Litháen og Þýskalands mætast í beinni útsendingu á RÚV. Heimamönnum í Þýskalandi hefur gengið afar vel það sem af er móti, unnið fyrstu tvo leiki sína, á meðan að Litháen hafa tapað báðum leikjum sínum. Leikur dagsins er því mikilvægur fyrir bæði lið, þar sem að til þess að komast áfram í útsláttarkeppnina verður Litháen að vinna, en að sama skapi getur Þýskaland farið langleiðina með að tryggja sig áfram með sigri.

Hér má sjá alla leiki dagsins

RÚV mun vera með beinar útsendingar frá völdum leikjum riðlakeppninnar, en hér fyrir neðan má sjá dagskrá næstu daga. RÚV mun svo sýna alla 16 leiki útsláttakeppninnar í beinni útsendingu frá 10. til 18. september.

Dagskrá RÚV næstu daga:

04.09 – Litháen Þýskaland – 12:30 – RÚV

07.09 – Tyrkland Spánn – 11:30 – RÚV

07.09 – Frakkland Slóvenía – 15:15 – RÚV 2

Fréttir
- Auglýsing -