spot_img
HomeFréttirUmfjöllun: Tindastóll átti síðasta skotið

Umfjöllun: Tindastóll átti síðasta skotið

02:30

{mosimage}
(Roni Leimu var stigahæstur hjá Haukum með 24 stig)

Haukar unnu Tindastól í 1. umferð Iceland Express-deildarinnar með 1 stigi, 89-88, í gærkvöldi þar sem Sigurður Þór Einarsson skoraði sigurkörfu leiksins. Leikurinn var spennandi og skemmtilegur enda náði hvorugt liðið aldrei almennilegu forskoti.

Það var lítið skorað fyrstu mínútur leiksins en bæði liðin voru að þreyfa á hvort öðru. Leikurinn komst á skrið um miðjan hálfleikinn en þá skoruðu Haukar 8 stig í röð og breyttu stöðunni í 10-6. Lamar Karin skoraði næstu 4 stig leiksin og jafnaði 10-10. Haukar náðu síðan frumkvæðinu í leikhlutanum en sterkur endasprettur hjá Tindastól sem skoraði 5 síðustu stig leiksins og náðu að komast yfir 19-21 áður en flautan gall.

Í 2. leikhluta breyttist fátt. Hvorugt liðið náðu almennilegu forskoti en mesta sem var skorað í röð voru 6 stig frá Haukum en annars skiptust liðin á að hafa forskot. Þegar um 3 sekúndur voru eftir af hálfleiknum leiddu Haukar með 3 stigum og Tindastóll átti innkast á hliðarlínu á sóknarhelming. Lamar Karim fékk boltann í þröngri stöðu og tók skot um leið og flautan gall og skoraði og jafnaði þar með leikinn.

Seinni hálfleikur var æsispennandi þar sem Roni Leimu hjá Haukum stóð sig vel sóknarlega en hann skoraði 14 stig í hálfleiknum og þar af fyrstu 8 stig Hauka í 4. leikhluta, en hann skoraði alls 14 stig. Haukar náðu mest 7 stiga forystu en Tindastóll gaf aldrei eftir og náði að jafna og komast yfir og leiddu með 4 stigum þegar 1:40 var eftir af leiknum, 84-88.

Á lokamínútu leiksins setti Roni Leimu niður tvö vítaskot fyrir Hauka og minnkaði muninn í 2 stig, 86-88, þegar um 50 sekúndur voru eftir. Tindastóll fór í sókn en náði ekki að skora og í næstu sókn náðu Haukar að komast yfir með þriggja-stiga skoti frá Sigurðu Einarssyni en hann fékk góða sendingu frá Sævar Haraldssyni sem bjó til pláss fyrir hann með góðu gegnumbroti.

Tindastóll tók leikhlé með 12 sekúndur á klukku og þar sem þeir tóku leikhlé með svo lítið á klukku fengu þeir boltann á miðju. Lamar Karim gerði atlögu að körfu Hauka þegar um 5 sekúndur voru eftir en hann komst ekki fram hjá Morten Szmiedowicz sem braut á honum áður en hann náði að skjóta. Þar sem að Tindastóll átti ekki skotrétt tóku þeir innkast undir eigin körfu með tæpar 3 sekúndur á klukku en Steve Parillion fékk boltann í horninu og reyndi skot sem geigaði en hann var í mjög erfiðri stöðu. Haukasigur, 89-88.

Haukar fönguðu innilega enda gekk liðinu illa í fyrra og svona leikir voru að tapast allan veturinn.

Hjá Haukum átti hinn finnski Roni Leimu góðan leik en hann skoraði 25 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Hann tók af skarið í sóknarleik Hauka og ljóst að þarna er skemmtilegur spilari á ferð. Kevin Smith spilaði ágætlega, en þessi háloftafugl, á að geta meira. Sveinn Ómar Sveinsson kom sterkur af bekknum fyrir Hauka en hann fór á kostum í fyrri hálfleik þar hann skoraði 9 stig og tók 8 fráköst.

Lið Tindastóls sýndi góðan leik í gærkvöldi og eiga þeir mikið inni fyrir veturinn og miðað við þennan leik þá á liðið ekki eftir að falla en þeir eru með marga sterka leikmenn. Lamar Karim, hinn snöggi bakvörður Tindastóls, stóð undir væntingum en hann skoraði margar mikilvægar körfur fyrir Stólana og endaði hann með 25 stig. Steve Parillion spilaði mjög vel í seinni hálfleik og skoraði hann 21 stig. Milojicz Zekovic náði sér ekki á strik en hann var í villuvandræðum allan leikinn og náði aðeins að leika 20 mínútur. Svavar Birgisson hitti illa(3/13) en hann bætti það upp með í fráköstunum. Hann var frákastahæstur í leiknum með 12.

Í hnotskurn: Skemmtilegur og spennandi leikur og með smá heppni hefði Tindastóll unnið leikinn en ljóst er að ef þeir spila eins og þeir gerðu í kvöld þá falla þeir ekki.

Tölfræði leiksins

Umfjöllun: [email protected]
Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -