spot_img
HomeFréttir2. - 3. sæti: Keflavík ? IE kvenna

2. – 3. sæti: Keflavík ? IE kvenna

11:04

{mosimage}
(María Ben verður í lykilhlutverki hjá Keflavík í vetur)

Í spá Karfan.is var Keflavík og Grindavík jöfn að stigum í 2. og 3. sæti. Það þýðir að innbyrðis viðureignir muni skera úr um hvort liðið nái heimavallarréttindum í úrslitakeppninni.

Í sumar tók Jón Halldór Eðvaldsson við Keflavíkurkonum og honum innanhandar í þjálfarateymi liðsins er Agnar Mar Gunnarsson. Þjálfararnir hafaá sama liði að skipa og lék til úrslita gegn Haukum í fyrra nemaKeflvíkingar hafa fengið nýjan bandarískan leikmann til liðs við sig aðnafni Kesha Watson. Kesha þessi mun vera öflugur varnarmaður og er henniætlað að vera leikstjórnandi hjá Keflavík.

Undirbúningstímabilið hefur gengið upp og ofan hjá Keflavík en þær félluút í undanúrslitum Powerade bikarsins gegn Grindavík fyrir skemmstu. Ífyrra sópuðu Haukar sér leið í gegnum Keflavík og fögnuðu sínum fyrstaÍslandsmeistaratitli og bundu þar enda á áralanga yfirburðiKeflavíkurkvenna.

Keflavíkurkonur lenda í 2. til 3. sæti deildarinnar samkvæmt spá Karfan.is en liðið á að hafa alla burði til þess að verða Íslands- og bikarmeistari.Ungar en mjög reyndar stelpur er að finna í röðum Keflavíkur á borð við Maríu Ben, Bryndísi, Margréti Köru og Ingibjörgu Elvu en þær tvær síðastnefndu koma frá Njarðvík.

Það er ekkert leyndarmál að í fyrra voru bæði Haukar og Grindavík með mun betri bandaríska leikmenn en Keflavík en leikmannahópur Keflavíkur er engu að síður mjög öflugur. Erfitt getur verið fyrir lið að hafa yfirburði umókomna tíð og það fengu Keflavíkurkonur að reyna í fyrra. Í fyrsta sinn ílangan tíma er Keflavík „underdog“ í deildinni þegar liðið leikur gegnHaukum því slíkir eru kraftar Hafnarfjarðarkvenna. Staða sem Keflavíkþekkir lítið en nú reynir á karakterinn í Keflavíkurkonum við að yfirbugagrýluna sína.

Leikmannahópur Keflavíkur:
 Anna M Ævarsdóttir
Kesha Watson
Birna Valgarðsdóttir
Bryndís Guðmundsdóttir
Bára Bragadóttir
Dísa Edwards
Guðrún Harpa Guðmundsdóttir
Hrönn Þorgrímsdóttir
Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir
Linda S Ásgeirsdóttir
Margrét Kara Sturludóttir
María Ben Erlingsdóttir
Marín Rós Karlsdóttir
Rannveig Randversdóttir
Svava Ósk Stefánsdóttir
Helga Jónsdóttir
Pála Júlíusdóttir
Auður Jóhannesdóttir

Þjálfari: Jón Halldór Eðvaldsson
Aðst. Þj.: Agnar Már Gunnarsson

 Tekið skal fram að þegar Keflavíkurkonur detta inn á sinn besta leik þávinna þær Hauka. En þá þarf líka allt að ganga upp því Haukar eru eittagaðasta kvennakörfuboltalið sem fyrir hefur fundist á landinu. Það býrmikið í Keflavíkurliðinu og verkefni Jóns og Agnars í vetur verður að fásína leikmenn til þess að hafa ofurtrú á sjálfum sér. 

Keflavík mun eiga í mikilli baráttu við Grindavík um heimavallarréttin í úrslitakeppnni og því ljóst að fyrsti leikurinn milli þessara liða verður mikilvægur.

mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -