spot_img
HomeFréttir2. deild kvenna er byrjuð

2. deild kvenna er byrjuð

23:51

{mosimage}

Keppni í 2. deild kvenna hófst 12. október og eru nú þegar búnir 8 leikir. Í kvöld vann Ármann/Þróttur Hrunamenn á Flúðum,39-61, og KR-ingar unnu B-lið Breiðabliks, 91-31. Karfan.is kíkti á leik KR og Breiðabliks og tók nokkrar myndir.

Hjá KR var Sigrún Skarphéðinsdóttir stigahæst með 22 stig, Sigríður Ólafsdóttir skoraði 19 stig og Sigurbjörg Þorsteinsdóttir skoraði 14 stig. Allir leikmenn liðsins komust á blað.

Hjá Breiðablik var Guðrún Unnarsdóttir með 17 stig, Alexandra Hjörleifsdóttir skoraði 6 sem og Katrín Hlynsdóttir og Hildur Sigfúsdóttir skoraði 2.

Í vetur eru 9 lið skráð til keppni í 2. deild kvenna og er spilað heima og að heiman og efsta lið deildarinnar fer upp í Iceland Express-deild kvenna. Það er langt síðan deildin hefur verið svona jöfn og það eru nokkur lið líkleg í vetur.

myndir: [email protected]

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -