spot_img
HomeFréttirUmfjöllun: Háspenna lífshætta á Sauðárkróki

Umfjöllun: Háspenna lífshætta á Sauðárkróki

10:36 

{mosimage}

 

 

(Tindastólsmenn fagna sigrinum í leikslok)

 

 

Leikur Tindastóls og Þórs hófst með miklum látum gestanna sem fóru mikinn í

fyrsta leikhlutanum og hittu mjög vel meðan heimamenn börðust við að finna

taktinn bæði í vörn og sókn. Þór náði strax forystu og komust í 13-22 og

allt var þeirra, mikil barátta og góð hittni. Damon Bailey fór fyrir

Þórsurum og spilaði mjög vel sem og þeir allir. Tindastólsmenn virkuðu

ryðgaðir og fundu engan takt í sínum leik. Í lok fyrsta leikhluta var staðan

20-33.

 

Í öðrum leikhluta mættu Tindastólsmenn grimmir og hertu vörnina til muna og

fundu smá takt í sókninn, Lamar og Zekovic skiluð sóknarhlutverki sínu vel

og Helgi og Gunnlaugur börðust vel í vörn. Þegar mínúta var eftir af 2. leikhluta

höfðu Tindastólsmenn breytt stöðunni í 40-38 en á loka mínutunni skoruðu

Þórsarar 5 stig og staðan í hálfleik 42-43 Þór í vil.

 

Í þriðja leikhluta komu Þórsarar sterkir til leiks, spiluð fína vörn og

sóknin gekk vel upp hjá þeim þar sem Damon og Robert fóru fyrir þeim.

Þórsar komust í 50-60 og sá litli taktur sem Tindastóll fann í sóknarleik

sínum í 2. leikhluta var nú horfinn og ekkert gekk upp hjá þeim og staðan í

lok leikhlutans 52-62.

 

 

{mosimage}

 

Í fjórða leikhluta söxuðu heimamenn á forskot Þórsara jafnt og þétt og náðu að

jafna 70-70, eftir það var jafnt og spennandi til loka leikhlutans og varð að framlengja leikinn.

 

Heimamenn byrjuðu betur í framlengingunni undir forystu Steve Parillion sem

skoraði fyrstu 6 stig framlengingarinnar einnig varði hann skot og tók

mikilvæg fráköst Þórsliðið virkaði þreytt en voru skynsamir og sóttu á

körfuna og fengu vít og var framlengingin jöfn og spennanid. Í stöðunni 86-85

fyrir Tindastól skoraði Lamar þriggja stiga körfu og 15 sekúndur eftir af leiknum. Þórsarar brunuðu í sókn og skora 89-87, 3 sekúndur efitr, og Tindastólsmenn með boltann. Þórsarar brjóta strax á Lamar sem hittir aðeins úr fyrra vítinu. Þórsarar reyna

örvæntingarfullt skot á síðusut andartökunum en það rataði ekki rétta leið.

 

 

{mosimage}

 

Leikurinn í gærkvöldi var frábær skemmtun þó svo að bæði lið hafi verið

brokkgenga á köflum. Þórsmenn byrjuðu leikinn mjög vel og náðu góðri forystu

og komust í 18-33 en þá komu Tindastólsmenn til baka með baráttu og góðum

sóknarleik, staðan í leikhléi 42-43.

 

Robert Hodgson hafði fengið sína 5.villu þegar nokkrar sekúndur voru eftir af

fjórða leikhkluta og Þórsmenn virkuðu þreyttir á meðan Tindastólsmenn virkuðu ferskir

og fór Steve Parillion á kostum skoraði 8 stig og tók mikilvæg fráköst og varði

skot í framlengunni og að loka tryggðu heimamenn sér sigurinn 90-87 í mjög

sveiflukenndum leik sem varð mjög spennandi.

 

Í liði Þórs var Damon Bailey frábær og skoraði 33stig, Robert Hodgson 24 og

Jason Harden 11. Hjá Tindastólsmönnum var Lamar Karim stigahæstur með 29stig, Steve

Parillion 19,Zekovic með 16, Svavar Atli 10.

 

Texti: Sveinn Brynjar Pálmason

Myndir: Jóel Þór Árnason

 

{mosimage}

{mosimage}

 

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -