spot_img
HomeFréttirKristinn Friðriksson: Óreiða í sókn og vörn hjá okkur

Kristinn Friðriksson: Óreiða í sókn og vörn hjá okkur

15:24 

{mosimage}

Tindastólsmenn lönduðu sínum fyrsta sigri í Iceland Express deild karla í gærkvöldi er þeir höfðu betur gegn Þór Þorlákshöfn í framlengdum leik. Þjálfari Stólanna, Kristinn Friðriksson, sagði að þrátt fyrir sigurinn hefðu Tindastólsmenn leikið betur í fyrsta leiknum þegar þeir mættu Haukum og urðu að sætta sig við ósigur með einu stigi.

 

,,Leikurinn í gær var áhorfendavænn leikur en ekki vel spilaður af okkar hálfu, við vorum að spila betur í heildina gegn Haukum en í gær var bara óreiða í sókninni og vörn hjá okkur,” sagði Kristinn í samtali við Karfan.is

 

Aðspurður játti Kristinn því að hann hefði viljað eiga sterkari leik í sínum fyrsta heimaleik á leiktíðinni. ,,Þór komu sterkir í þennan leik og hefðu alveg verðskuldað að vinna leikinn,” sagði Kristinn.

 

Bæði Þór og Tindastóll hafa staðið sig vel í upphafi leiktíðar og komið mörgum á óvart en báðum liðunum var spáð falli í 1. deild að nýju. ,,Ég er pottþéttur á því að deildin verði jafnari í ár en í fyrra, einhvers staðar á hún samt eftir að skiptast og ég hef trú á því að það verði einhver 4 lið sem skera sig úr á toppi deildarinnar og önnur fjögur sem komi til með að hanga í þeim,” sagði Kristinn að lokum.

Fréttir
- Auglýsing -