spot_img
HomeFréttirBirna Valgarðsdóttir frá næsta mánuðinn það minnsta

Birna Valgarðsdóttir frá næsta mánuðinn það minnsta

17:07 

{mosimage}

 

(Birna í leik gegn Breiðablik í fyrstu umferð) 

 

 

 

Landsliðskonan og leikmaður kvennakörfuknattleiksliðs Keflavíkur, Birna Valgarðsdóttir, er að öllum líkindum með rifinn liðþófa í hnéi og verður frá körfuknattleiksiðkun næsta mánuðinn það minnsta. Þetta er mikið áfall fyrir Kefavíkurliðið en Birna er leikreyndasti leikmaður liðsins og einn af burðarásum Keflavíkur.

 

Birna hafði kennt til eymsla í hnénu en meiddist svo á æfingu með Keflavíkurliðinu síðasta mánudag. ,,Björg Hafsteinsdóttir, sjúkraþjálfari, gerði liðþófapróf á mér og þá kom í ljós að liðþófinn er að öllum líkindum rifinn,” sagði Birna í samtali við Víkurfréttir.

 

,,Vonandi kemst ég sem fyrst í speglun,” sagði Birna og viðurkenndi að þetta væri hundfúllt. ,,Ég er í þvílíkt góðu formi og það er svekkjandi að missa það niður og missa af öllum þessum leikjum sem eru framundan. Ég reyni samt að halda mér eins vel við og ég get en ég fer ekki í sjúkraþjálfun fyrr en ég hef komist í speglun,” sagði Birna.

 

Birna verður því ekki með í kvöld þegar Keflavík leikur gegn Grindavík í Röstinni í Grindavík í kvöld. Þá er einnig óvíst með Bryndísi Guðmundsdóttur fyrir leik kvöldsins sökum veikinda.

 

Frétt af www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -