spot_img
HomeFréttirUmfjöllun: TaKesha með stórleik í Keflavíkursigri

Umfjöllun: TaKesha með stórleik í Keflavíkursigri

22:13 

{mosimage}

Nágrannaslagur Grindavíkur og Keflavíkur í Iceland Express deild kvenna sveik engan í kvöld en það voru Keflavíkurkonur sem höfðu að lokum sigur 69-72. Keflavík og Haukar eru einu ósigruðu liðin í deildinni en sigurinn kom ekki án herkja hjá Keflvíkingum í kvöld. Birna Valgarðsdóttir var ekki með í liði Keflavíkur og þá léku þær Bryndís Guðmundsdóttir, TaKesha Watson og María Ben Erlingsdóttir allar með flensu en engu að síður tókst Keflavík að hrista sigur fram úr erminni. 

Leikurinn var hraður og spennandi þar sem liðin skiptust á því að hafa forystu og var hann vel leikinn af beggja hálfu. Tamara Bowie fór hamförum í fyrsta leikhluta þar sem hún gerði 13 af 19 stigum Grindavíkur í leikhlutanum þar sem þær gulu leiddu að loknum fyrsta leikhluta 19-18.  

Snemma brugðu Keflvíkingar á það ráð að skipta ört um varnir, fara úr maður á mann vörn í svæðisvörn ásamt því að pressa og tókst þeim nokkrum sinnum að rugla Grindavík í ríminu. Í öðrum leikhluta var Bryndís Guðmundsdóttir sett á Bowie og tókst henni að halda Bowie í aðeins sex stigum í leikhlutanum og staðan því 41-43 fyrir Keflavík í hálfleik. 

{mosimage}

Heimakonur komu ákveðnari til þriðja leikhluta og unnu þær leikhlutann 19-15 og staðan því 60-58 fyrir Grindavík fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Fjórði leikhluti var svo æsispennandi þar sem Grindavík komst í 63-60 en þá tók við frábær kafli hjá Keflavík sem breyttu stöðunni í 63-71 á skömmum tíma. Grindvíkingar reyndu að saxa á forskotið en komust ekki nær en þriggja stiga mun.

Þegar sekúnda lifði leiks var staðan 69-71 fyrir Keflavík og brotið var á Margréti Köru Sturludóttur sem hélt á vítalínuna og hitti úr fyrr vítinu og breytti í stöðunni í 69-72. Margrét Kara brenndi af síðara vítinu og tíminn reyndist of naumur fyrir Grindavík til þess að freista framlengingar og Keflavík fagnaði því öðrum sigri sínum í röð í deildinni. 

{mosimage}

TaKesha Watson var stigahæsti leikmaður vallarins í kvöld með 35 stig, tók 8 fráköst og stal 6 boltum. Hjá Grindavík gerði Tamara Bowie 33 stig, tók 14 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. María Ben Erlingsdóttir gerði 17 stig hjá Keflavík og Hildur Sigurðardóttir gerði 14 stig fyrir Grindavík. 

Tölfræði leiksins 

Texti: [email protected]

Myndir: Þorsteinn Gunnar Kristjánsson – [email protected]

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -