spot_img
HomeFréttirLogi með flesta þrista í finnsku deildinni eftir 8 umferðir

Logi með flesta þrista í finnsku deildinni eftir 8 umferðir

13:30 

{mosimage}

Logi Gunnarsson er búinn að skora flestar þriggja stiga körfur að meðaltali af öllum leikmönnum finnsku deildarinnar en átta umferðir eru núna búnar af deildinni. Logi skoraði fimm þrista og alls 19 stig í síðasta leik þegar lið hans ToPo Helsinki vann 100-72 sigur á Lappeenrannan NMKY. Lið hans ToPo Helsinki er sem stendur í 5. sæti deildarinnar með 5 sigra og 3 töp en er þó aðeins einum sigri frá toppliðum deildarinnar.

Logi hefur skorað 25 þriggja stiga körfur í fyrstu sex leikjum sínum í Finnlandi sem gerir 4,2 þrista að meðaltali í leik. Okkar maður er ennfremur áttundi stigahæsti leikmaður deildarinnar (18,5 stig í leik) og í sjötta sæti yfir bestu þriggja stiga skotnýtingu en 46,3% langskota hans hafa farið rétta leið.

Það er greinilegt að stigaskor og þriggja stiga nýting Loga skipta ToPo Helsinki miklu máli. Í sigurleikjunum fjórum hefur Logi skoraði 21,5 stig að meðaltali, nýtt 51,4% þriggja stiga skota sinna og sett niður 4,5 þrista að meðaltali í leik. Í tapleikjunum tveimur hefur Logi hinsvegar skoraði 12,5 stig að meðaltali, hitt úr 36,8% þriggja stiga skota sinna og sett niður 3,5 þrista að meðaltali.

Flestar þriggja stiga körfur í leik í fyrstu 8 umferðum finnsku deildarinnar:
1. Logi Gunnarsson ToPo Helsinki 4,2
2. Miles Daniels Tampereen Pyrinto 3,9
3. Jan-Michael Thomas KTP Basket 3,8
4. Lucious Wagner Lappeenrannan NMKY 3,0
 

Frétt af www.kki.is

Fréttir
- Auglýsing -