spot_img
HomeFréttirByrd í Hamar/Selfoss

Byrd í Hamar/Selfoss

22:35 

{mosimage}

Miðherjinn sterki George Byrd er væntanlegur í raðir Hamars/Selfoss til að fylla skarð Lewis Monroe sem látinn var fara frá félaginu fyrr í vikunni. Þetta staðfesti Pétur Ingvarsson, þjálfari H/S, við Karfan.is að leik loknum í Ljónagryfjunni í kvöld þar sem H/S steinlá gegn Njarðvík 72-41. 

Byrd er væntanlegur til landsins á sunnudag og gerir Ingvar ráð fyrir því að Byrd muni leika sinn fyrsta leik með H/S sunnudaginn 29. október gegn Skallagrím sem er einmitt gamla félagið hans Byrd.  

George Byrd gerði 17,4 stig að meðaltali í leik á síðasta tímabili með Skallagrím og tók alls 264 fráköst í 16 deildarleikjum með Borgnesingum.  

[email protected]

mynd: www.skallagrimur.is

Fréttir
- Auglýsing -