07:30
{mosimage}
Ný heimasíða körfuknattleiksdeildar Skallagríms, www.Skallagrimur.org, opnaði í gærdag. Markmiðið með síðunni er að stuðla að bættri umgjörð í kringum deildina, sem hefur verið og verður vonandi áfram til fyrirmyndar. Í ljósi frábærs árangur Mfl. karla í fyrra hefur áhuginn í kringum félagið vaxið og er þessi vefsíða ekki síður handa fréttaþyrstum körfuboltaáhugamönnum en fylgjendum liðsins, í því vaxandi netsamfélagi sem körfuboltinn og íþróttir yfir höfuð eru orðið.
Athuga skal að nokkrar undirsíður eru enn í vinnslu, m.a. síður yngriflokka, en fyrst um sinn verður aðaláherslan á fréttaflutning.