spot_img
HomeFréttirUmfjöllun: KR vann auðveldan sigur

Umfjöllun: KR vann auðveldan sigur

22:00

{mosimage}
(Brynjar Björn spilaði vel hjá KR í kvöld)

KR vann Hauka í kvöld, 78-120, örugglega. Jafnræði var með liðunum í 1. leikhluta en í 2. leikhluta stakk KR af og Haukar áttu aldrei möguleika.

Í seinni hálfleik þurfti að gera hlé á leiknum á meðan skipt var um dómara en annar dómari leiksins, Jón Guðmundsson, meiddi sig á hás.

Í upphafi var jafnræði með liðunum og það var Kevin Smith, leikmaður Hauka, skoraði fyrstu stig leiksins. Svo komu 6 í röð hjá Fannar Ólafssyni og Tyson Patterson og KR komið með 4 stiga forystu. Haukar komust yfir með tveim þristum en þeir Sigurður Einarsson og Kristinn Jónasson komu Haukum yfir, 8-6. KR náði að jafna leikinn, 10-10, með körfu frá Skarphéðni Ingasyni. Í stöðunni 15-14 fyrir Haukum kom góður leikkafli hjá KR þar sem þeir skoruðu 8 stig í röð og náðu 7 stiga forystu. Eftir þetta lét KR forystuna aldrei af hendi en þeir juku muninn jafnt og þétt. Eftir 1. leikhluta var staðan 17-24 KR í vil.

{mosimage}

Liðin skiptust á körfum í 2. leikhluta og í stöðunni 24-32 kom stakk KR af. Þeir skoruðu hverja körfuna á fætur annari og þegar leikhlutinn var allur voru þeir með 20 stiga forystu. Þeir náðu tveimur góðum áhlaupum, annars vegar 3-12 og hins vegar 0-9, höfðu þeir 20 stiga forystu í hálfleik, 38-58.

{mosimage}

KR jók muninn í seinni hálfleik og fór hann mest í 31 stig í 3. leikhluta og í 4. leikhluta var munurinn mestur 43 stig. Lokatölur 78-120.

KR átti góðan leik í kvöld og sýndu Haukum hvernig á að spila körfubolta mest allan leikinn. Þeir spiluðu vel saman í sókninni, voru með 28 stoðsendingar, og fundu fría manninn. Svæðisvörn Hauka var þeim enginn fyrirstaða. Í vörninni börðust þeir af krafti og gáfu ekki tommu eftir.

{mosimage}

Lið Hauka á langt í land ef þeir ætla sér einhverja hluti í vetur og var andleysið algert í liðinu. Leikmenn fóru að rífast innbyrðis og þegar það gerist þá eiga menn ekki möguleika á sigri.

Stigahæstir hjá KR voru Tyson Patterson með 21 stig, Fannar Ólafsson með 18 stig, Jeremiah Sola með 15 stig og Brynjar Björnsson með 14 stig. Allir leikmenn komust á blað og skoruðu 6 leikmenn +10.

Hjá Haukum var Roni Leimu með 14 stig, Sveinn Ó. Sveinsson með 12 stig, Vilhjálmur Steinarsson og Kristinn Jónasson skoruðu 11 stig. Allir leikmenn liðsins skoruðu.

Tölfræði leiksins

myndir og texti: [email protected]

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -