spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaEgill Jón snýr heim í Ármann

Egill Jón snýr heim í Ármann

Ármenningar halda áfram að safna liði fyrir komandi átök í 1. deild karla. Liðið sem sigraði 2. deildina nokkuð örugglega á síðustu leiktíð ætlar sér greinilega að vera öflugir í vetur.

Í kvöld tilkynnti liðið að Egill Jón Agnarsson myndi leika með liðinu á venslasamning frá Íslandsmeisturum Vals. Egill er uppalinn Ármenningur og bætist inní sterkan hóp.

Tilkynningu Ármanns má finna í heild sinni hér að neðan:

Með mikilli gleði kynnum við að Egill Jón Agnarsson hefur ákveðið að snúa heim og leika með liði Ármanns á komandi leiktíð á venslasamningi. 

Egill er uppalinn Ármenningur en hefur leikið með Val síðustu árin. Á síðustu leiktíð var hann hluti af Íslandsmeistaraliði Vals í efstu deild.

Hann er tvítugur bakvörður sem styrkir liðið fyrir komandi átök. Egill er efnilegur og verður spennandi að sjá hann taka næstu skref á ferlinum.

Við erum montin af Egill velji það að snúa heim á þessum tímapunkti ferilsins. Við væntum mikils af samstarfinu og bjóðum Egil hjartanlega velkominn heim!

Fréttir
- Auglýsing -