spot_img
HomeFréttirEuroleague: Eric Campbell besti leikmaður 2. umferð

Euroleague: Eric Campbell besti leikmaður 2. umferð

14:31

{mosimage}
(Eric Campbell – Le Mans)

Eric Campbell, leikmaður Le Mans í Frakklandi, var besti leikmaður 2. leikviku í Euroleague. Hann fékk 32 í einkunn, hann skoraði 27 stig þar sem hann hitti 6/6 í tveggja og 5/7 í þriggja. Hann tók 8 fráköst, gaf 2 stoðsendingar og stal 2 boltum. Besti leikmaðurinn er fundin út með framlagsformúlu eins og er gert á KKÍ.is.

Henry Domercant, leikmaður Olympiacos, var annar með 30 í einkunn og Simas Jasaitis, leikmaður Maccabi Tel Aviv, og Luka Bogdanovic hjá Partizan voru með 29 í einkunn.

mynd: Euroleague.net

Fréttir
- Auglýsing -