23:16
{mosimage}
Það gengur illa fyrir Loga Gunnarsson og félaga hans í ToPo að festa sig í sessi í toppbaráttunni í finnsku úrvalsdeildinni. Í kvöld heimsótti liðið KTP Basket og tapaði 89-96 í leik þar sem Logi skoraði 17 stig á 33 mínútum.
ToPo er nú í 5. – 6. sæti ásamt Namita Lahti með 6 sigra í 11 leikjum.
Mynd: Heimasíða ToPo