08:00
{mosimage}
(Flake var sterkur fyrir Skallana í gærkvöldi)
Skallagrímur vann Fjölni á útivelli í gærkvöldi, 80-94. Með sigrinum er Skallagrímur kominn í 5.-6. ásamt Keflavík með 6 stig eftir 5 leiki.
Í 1. leikhluta var jafnt framan af en Skallagrímur náði fljótlega valdi á leiknum og þegar leikhlutinn var allur munaði 6 stigum, 18-24. Í 2. leikhluta minnkaði Fjölnir muninn fljótlega og komst yfir en Darrel Flake tryggði Skallagrím forystu í hálfleik með því að skora flautukörfu. Skallagrímur leiddi, 42-44.
Seinni hálfleik var jafn fjörlegur og sá fyrri. Fjölnir komst yfir 61-60 en þá kom góður kafli Skallagrím og höfðu þeir 6 stiga forystu fyrir síðasta leikhlutann 65-71. Í lokaleikhlutanum varðist Skallagrímur Fjölnismönnum og þeir náðu upp forystu en lokatölur leiksins voru 80-94.
Tölfræði leiksins
mynd: [email protected]