Breiðablik hefur samið við Jeremy Smith um að leika með liðinu á komandi leiktíð í Subway deild karla.
Jeremy er 191 cm, bandarískur bakvörður sem ætti að vera íslenskum körfuknattleiksunnendum kunnur. Upphaflega kom hann ti Íslands til þess að leika fyrir Blika tímabilið 2017-18, en svo lék hann fyrir deildarmeistara fyrstu deildar Hauka á síðasta tímabili, 2021-22. Þá skilaði hann 25 stigum, 6 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik.
Jeremy kemur þó ekki til Blika aftur frá nýliðum Hauka, þar sem hann hefur eytt sumrinu með South Adelaide Panthers í NBL1 deildinni í Ástralíu. Þar gerði hann einnig vel, var stigahæsti leikmaður næst efstu deildar og fór með lið sitt alla leið í undanúrslit.