spot_img
HomeFréttir1. deild karla - myndir: Breiðablik vann í Smáranum

1. deild karla – myndir: Breiðablik vann í Smáranum

09:00

{mosimage}

Breiðablik vann sinn fyrsta leik í 1. deild karla í gærkvöldi þegar þeir lögðu baráttuglaða Ármann/Þróttara, 93-72.

Það var hörkuleikur sem var boðin uppá í Smáranum í gærkvöldi. Bæði lið ætluðu að selja sig dýrt og sást það á villutöflunni, t.d. fékk Þorsteinn Gunnlaugsson, leikmaður Breiðabliks, 4 villur í 1. leikhluta. Alls voru dæmdar 55 villur og voru þær flestar verðskuldaðar.

{mosimage}

Breiðablik spilaði vel í 1. leikhluta og náðu fljótlega góðri forystu og eftir 1. leikhluta höfðu heimamenn 13 stiga forystu. Í 2. leikhluta náði Ármann/Þróttur aðeins að draga á þegar komið var að hálfleik hafði forystu Breiðabliks minnkað í 8 stig, 46-38.

{mosimage}

Breiðablik hóf seinni hálfleik af krafti og Sævar Sævarsson skoraði þrist fljótlega. Breiðablik jók muninn og voru þeir mun sprækari. Ármann/Þróttur gafst þó ekki upp og náði að halda muninum í 6-8 stig alveg þangað til í 4. leikhluta en þá náði Breiðablik ágætir forystu. Þeir létu hana ekki af hendi og verðskuldaður sigur í höfn.

{mosimage}

Lið Breiðabliks barðist af krafti og sýndu á köflum fína takta. Þeir eru ekki með hávaxið lið en þeir bæta sér það upp með krafti.

Ármann/Þróttur sýndi á köflum góða takta og liðin í deildinni mega ekki vanmeta þá því þeir geta bitið frá sér.

{mosimage}

{mosimage}

Bestur hjá Breiðablik var Sævar Sævarsson en hann skoraði 26 stig og setti samtals 6 þrista í leiknum, 4 af þeim voru í seinni hálfleik. Þórólfur Þorsteinsson skoraði 20 stig.

Hjá Ármann/Þrótti skoraði Einar Hugi Bjarnason, spilandi þjálfari, 25 stig og Steinar Magnússon skoraði 19 stig.

Tölfræði leiksins

myndir og texti: [email protected]

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -