07:30
{mosimage}
Haukar unnu Grindavík í gærkvöldi með 26 stigum, 82-108. Kristrún Sigurjónsdóttir fór á kostum í liði Hauka en hún skoraði 33 stig og hjá Grindavík var Tamara Bowie með 29 stig.
Haukar gerðu út um leikinn í 1. leikhluta en þær voru með 23 stiga forystu með eftir leikhlutann, 14-37. Grindavík ógnaði sigri Hauka aldrei eftir þetta og Haukar eru með ósigraðar í Iceland Express-deild kvenna.
Hjá Haukum var Kristrún Sigurjónsdóttir stigahæst með 33 stig, og Helena Sverrisdóttir með var tvöfalda þrennu, 22 stig, 18 stoðsendingar og 10 stolna bolta.
Hjá Grindavík var Tamar Bowie með 29 stig og 14 fráköst og Hildur Sigurðardóttir skoraði 15 stig og tók 11 fráköst.
mynd: Sigurður Ámundason