spot_img
HomeFréttirNate Brown til ÍR

Nate Brown til ÍR

8:30

{mosimage}

ÍR ingar hafa sent bandarískan leikmann sinn, La M Owen heim og er von á Nate Brown til þeirra á næstu dögum og mun hann spila með liðinu í vetur.

Nate Brown ætti ekki að vera íslenskum körfuknattleiksunnendum ókunnur því hann lék með Þór Þorlákshöfn eftir áramót þegar Þór var síðast í Úrvalsdeild 2003-04 þar sem hann skoraði að meðaltali 22,1 stig í leik .

Í fyrravetur kom hann svo til Snæfells í nóvember þegar Rodney Rollins var sendur heim og lék Brown með þeim til leiksloka og skoraði 19,7 stig að meðaltali í leik. Bárður Eyþórsson þjálfari ÍR ætti því að kannast við kauða.

[email protected]

Mynd: karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -