9:56
{mosimage}
Keflvíkingar leika fyrsta leik sinn í Evrópukeppninni þetta árið í dag klukkan 16:30 að íslenskum tíma leikur gegn Mlekarna Kunin í Novy Jicin í Tékklandi.
Mlekarna Kunin hefur mikla reynslu af Evrópukeppnum og verið með flest ár frá 1994 og töpuðu þeir í 8 liða úrslitum EuroCup challenge.
Magnús Gunnarsson verður ekki með Keflavík í leiknum þar sem hann og unnusta hans eiga von á barni bráðlega.
Leikurinn í dag er 29. Evrópuleikur Keflvíkinga undir merkjum Keflavíkur en þeir voru einnig hluti af liði ÍRB árið 1999. Ekkert lið hefur leikið fleiri Evrópuleiki en Keflavík en Keflavík kemur næst á eftir þeim með 20 leiki.
Að öllu eðlilegu verður hægt að fylgjast með leiknum á heimasíðu FIBAEurope.
Mynd: karfan.is