18:55
{mosimage}
Helgi Már Magnússon og félagar í BC Boncourt sóttu rúmenska liðið U-Mobitelco heim í Cluj-Napoca í kvöld í FIBA Europe ChallengeCup og töpuðu 74-83 í miklum baráttuleik þar sem Svisslendingarnir áttu á brattan að sækja mestallan leikinn.
Þeir komust þó yfir í lok annars leikhluta en héldu það ekki út. Helgi skoraði 10 stig í leiknum og gaf 4 stoðsendingar.
En það er ljóst að pressan á þjálfara Boncourt Randoald Dessarzin minnkar ekki eftir þetta tap en gengi liðsins hefur valdið miklum vonbrigðum og verið nokkur hasar í kringum þjálfarann sem m.a. var rekinn út í síðasta leik liðsins í svissnesku deildinni, sem það þó vann.