18:55
{mosimage}
Þorsteinn Gunnlaugsson, leikmaður 1. deildar lið Breiðabliks, skoraði 41 stig á þriðjudagskvöld þegar Breiðablik tapaði fyrir FSu í framlengdum leik, 113-105. Karfan.is hafði samband við strákinn og heyrði í honum hljóðið.
Karfan.is spurði hann hvort hann hefði skorað svona mikið áður. ,,Nei, ég held að þetta sé persónulegt met. Ég er nokkuð viss um að ég hafi aldrei skorað svona mikið áður, hvorki í yngri flokkunum eða meistaraflokki. En það skyggði töluvert á þetta að við skyldum ekki vinna leikinn.”
Aðspurður um leikinn við FSu sagði Þorsteinn. ,,Þetta var skemmtilegur leikur. FSu strákarnir eru vel spilaðir og vel þjálfaðir. Við vorum yfir í 39 mínútur en misstum þetta þetta í framlengingu á 40 sekúndum. Þeir voru greinilega í betra formi en við í framlengingunni og rúlluðu yfir okkur.”
Þegar Karfan.is spurðu hann hvort hann teldi að liðið þyrfti bandarískan leikmann. ,,Ég hef haldið því fram að við þurfum að fá okkur bandarískan leikmann. Öll liðin erum með kana, meira að segja FSu eru með kana. Ef maður ætlar að vera samkeppnishæfur verður maður að gera það.”
mynd: [email protected]