22:58
{mosimage}
Karfan.is náði tali af Ágústi Björgvinssyni þjálfara Hauka eftir leikinn gegn Gran Canaria. Þrátt fyrir að lið hans hafi bætt sig mikið frá því í fyrra í þessari keppni telur hann að liðið eigi meira inni.
,,Þetta eru bestu úrslit sem við höfum náð í þessari keppni. Í fyrra töpuðum við fyrir þessum konum með 40 stigum. Núna skoruðu þær jafn mikið á okkur og þær gerðu í fyrra en við skoruðum mun meira núna. Að sjálfsögðu eru framfarir en ég tel að við höfum verið að spila verr heldur en við getum. Við eigum Ifeoma og Kristrúnu inni, þetta eru tvær 20 stiga manneskjur en þær spiluðu ekki á því stigi sem þær geta í kvöld.” sagði Ágúst.
Ágúst hafði sterkar skoðanir á brottrekstrinum sem Kristrún Sigurjónsdóttir fékk. ,,Það var náttúrulega fáránlegt að henda henni útúr húsi. Spánverjinn sparkar í Kristrúnu sem bregst illa við og það er í raun og veru fáránlegt að hafi fengið brottrekstur fyrir þetta.”
mynd: [email protected]