spot_img
HomeFréttirNokkrum leikjum frestað vegna veðurs

Nokkrum leikjum frestað vegna veðurs

01:01

Nokkrum leikjum hefur verið frestað vegna óveðursins sem að gengur yfir landið núna um helgina. Ekki var hægt að fljúga innanlands í gær svo að 3 leikir í 1. deild karla færast til.

Leikur Þórs Akureyri og FSU hefur verið færður til sunnudags kl. 15:00 í Síðuskóla.

Leikjum Stjörnunnar gegn Hetti og KFÍ gegn Val sem að áttu einnig að vera í kvöld kl. 19:15 hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

Fjölliðamóti í B-riðli 7. flokks karla sem átti að vera í Vestmannaeyjum um þessa helgi var einnig frestað um óákveðinn tíma.

Vonandi mun veðrið ekki valda frekari óþægindum.

Fréttir
- Auglýsing -