spot_img
HomeFréttirUmfjöllun: Haukar unnu ákveðnar Stúdínur

Umfjöllun: Haukar unnu ákveðnar Stúdínur

21:40

{mosimage}

Haukar og ÍS mættust á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld

Leikur Hauka var allt annað en sannfærandi og voru ÍS-stúlkur mun atkvæða meiri í fyrsta leikhluta. Byrjunarlið Hauka réð engan vegin við ákveðið lið ÍS og tók Ágúst Björgvinsson upp á því að skipta stúlknaflokki inn á völlinn og lét þær spila það sem eftir lifði leikhlutans.

Stigaskor var ekki mikið og gerðu bæði lið sig sek um klaufamistök undir körfu hvors annars en ÍS leiddi með 4 stigum eftir leikhlutan, 11-15.

Haukar byrjuðu sterkar en ÍS í öðrum leikhluta og skoruðu 8 stig í röð og voru nú komnar yfir í fyrsta skiptið í leiknum 18-15. Eftir það skiptust liðin á körfum og gerðist lítið markvert í leikhlutanum. ÍS var þó sterkari aðilinn þegar uppi var staðið og börðust þær virkilega vel. Leiddu þær áfram og voru yfir í hálfleik, 27-28.

Það var allt annað upp á teningnum í þriðja leikhluta og kom styrkur Hauka í ljós. Á 4 mín. kafla skoruðu Haukar 26 stig gegn aðeins 3 ÍS-stúlkna og breyttu stöðunni úr 27-28 í 53-30. Má segja að ÍS hafi ekki séð til sólar það sem eftir lifði leiks og Haukastúlkur komnar í þægilega stöðu. Gátu þær leyft sér að spila mun afslappaðri bolta sérstaklega í ljósi þess að erlendur leikmaður Haukanna Ifeoma Okonkwo meiddist í fyrri hálfleik og tók engan þátt í þeim síðari. Óvíst er um þátttöku hennar í Evrópukeppninni næstu helgi.

ÍS lét þennan góða kafla Hauka fara í taugarnar á sér og uppskáru lítið annað en tæknivillu. Haukar voru með yfirburðar forskot eftir þriðja leikhluta, 58-39.

Helena Sverrisdóttir fór fyrir Haukaliðinu í síðasta leikhlutanum og skorði 13 stig af þeim 19 stigum sem Haukar skoruðu í leikhlutanum og alls gerði hún 33 stig í leiknum.

ÍS gerði 12 stig í leikhlutanum og enduðu leikar 77-51 fyrir Hauka.

Hjá Haukum var Helena Sverrisdóttir atkvæðamest eins og áður sagði með 33 stig og 8 stoðs. og var engin annar nálægt henni í stigaskori.

Hjá ÍS var Stella Kristjánsdóttir atkvæðamest með 13 stig og næstar henni voru Þórunn Bjarnadóttir og Helga Jónasdóttir með 10 stig.

tölfræði leiksins

texti: Emil Örn Sigurðsson

mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -