07:36
{mosimage}
Houston Rockets fögnuðu 100-101 sigri gegn Chicago Bulls í NBA deildinni í nótt þar sem Tracy McGrady gerði 21 stig, tók 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Þá var miðherjinn Yao Ming með 20 stig og 12 fráköst fyrir Houston. Þegar 15,2 sekúndur voru til leiksloka setti Ben Gordon niður þriggja stiga körfu fyrir Bulls og minnkaði muninn í 97-95 en Houston héldu sínu striki og höfðu að lokum sigur. Ben Gordon var sjóðheitur í liði Bulls og lauk leik með 37 stig en hann setti niður 14 af 16 vítaskotum sínum.
Golden State Warriors höfðu góðan 117-105 sigur á Sacramento Kings og fór Baron Davis á kostum í leiknum með 36 stig og 18 stoðsendingar. Liðsmenn Golden State fóru á kostum í upphafi leiks og gerðu 40 stig í fyrsta leikhluta á móti 28 frá Kings en þessi fyrsti leikhluti var jafnframt grunnurinn að sigri Warriors þar sem allur leikurinn hjá Kings fór í að vinna upp forskot Warriors. Næstu þrír leikhlutar enduðu allir jafnt, annar leikhluti fór 25-25, sá þriðji 27-27 og sá fjórði og síðasti endaði 25-25. Hjá Kings var Kevin Martin með 26 stig og 9 fráköst og nautið Ron Artest gerði 20 stig og tók 12 fráköst.
Mynd: AP – Jeff Van Gundy, þjálfari Rockets, kallar leikkerfi til sinna manna með handamerki sem er vel þekkt í NBA og víðar í körfuboltaheiminum.