9:25
{mosimage}
(Martin Muursepp leikmaður Tartu Rock)
Njarðvík tekur á móti eistneska liðinu Tartu Rock í kvöld í FIBAEuroCup Challenge. Þetta er þriðji leikur Njarðvíkinga í keppninni en þeir hafa tapað báðum leikjum sínum hingað til, gegn Samara í Rússlandi og gegn Cherkask Mavpy á heimavelli með 2 stigum. Tartu Rock hafa líkt og Njarðvíkingar tapað fyrstu tveimur leikjum sínum gegn Cherkaski með 12 stigum á útivelli og Samara með 11 stigum á heimavelli.
Helsta hetja Tartu Rock er án efa Martin Muursepp sem lék í NBA um tíma og kom til Íslands með eistneska landsliðinu um árið.
Á heimasíðu Njarðvíkur er heilmikil umfjöllun um leikinn sem hefst kl 19:15 í kvöld
http://www.umfn.is/karfan/index.php?option=com_content&task=view&id=106
Mynd: FIBAEurope.com