13:38
{mosimage}
Fjölnir var fyrsta liðið til að komast í 16 liða úrslit Lýsingarbikarsins í gær þegar liðið sigraði Þór Ak á Akureyri 83-82 eftir æsispennandi lokasekúndur þar sem Þór leiddi 82-79 þegar 25 sekúndur voru eftir af leiknum.
Bandaríski leikmaður Þórs, Kevin Sowell varð fyrir því óláni að fá högg á nefið á fjórðu mínútu fyrsta leikhluta og nefbrotnaði og lék ekki meira með og óvíst hvenær hann nær að leika aftur.
Magnús Helgason var stigahæstur Þórsara með 22 stig og hjá Fjölni var Nemanja Sovic stigahæstur með 21 stig.
Hægt er að lesa nánar um leikinn á heimasíðu Þórs http://www.thorsport.is/Thor/leikir.asp?l=lesaskyrslu&grein=25&flokkur=40&ID=1642
Og á heimasíðu Fjölnis er hægt að horfa á tilþrif leiksins og lokamínútuna http://www.fjolnir.is/fjolnir/undirsida-fretta/?cat_id=46370&ew_0_a_id=247230