14:03
{mosimage}
(Tamara Bowie skoraði 35 stig fyrir Grindavík í gær)
Tveir leikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna í gærkvöldi þegar Keflavík og Grindavík sigruðu bæði á útivelli.
Í Smáranum í Kópavogi tóku Blikastúlkur á móti Keflvíkingum og sigruðu Keflavíkurstúlkur örugglega 115-59 þar sem Keflavík jók muninn hægt og bítandi allan leikinn.
Tiara Harris var stigahæst hjá Blikastúlkum með 20 stig en hjá Keflavík var TaKesha Watson stigahæst með 33 stig.
Nánar er hægt að lesa um leikinn á heimsasíðu Breiðabliks http://www.breidablik.is/default.asp?cat_id=6&module_id=220&element_id=32758
Í Hveragerði tók Hamar/Selfoss á móti Grindavík og sigraði Grindavík 93-44 eftir að hafa leitt 29-6 eftir fyrsta leikhluta. Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir var stigahæst heimastúlkna með 13 stig en þær léku án bandarísks leikmanns síns Atari Parker. Tamara Bowie var stigahæst Grindavíkurstúlkna með 35 stig.
Tölfræði: http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002451/24510603.htm