spot_img
HomeFréttirÞetta er búlgarska liðið sem Ísland mætir á morgun - Einn Íslandsvinur...

Þetta er búlgarska liðið sem Ísland mætir á morgun – Einn Íslandsvinur í hópnum

Íslenska karlalandsliðið mætir Búlgaríu á morgun í þriðja leik sínum í forkeppni Ólympíuleika 2024.

Leikurinn er sá síðasti af þremur sem liðið leikur í forkeppni Ólympíuleikanna. Fyrir leik morgundagsins hefur Ísland tapað fyrir Tyrklandi og Úkraínu, sem örugg eru í undanúrslit keppninnar á meðan að bæði Ísland og Búlgaría eru að leika sinn síðasta leik.

Annar leikur mótsins er gegn Búlgaríu kl. 14:00 og verður hann í beinni útsendingu á RÚV. Hérna er hægt að sjá hverjir það eru sem leika fyrir Íslands hönd á morgun og hér fyrir neðan má sjá leikmannahóp Úkraínu.

Lið – félagslið:

Brandon Young – CSKA (Búl)

Deyan Karamfilov – Rilski Sportist (Búl)

Vasil Bachev – Akademik Plovdiv (Búl)

Lachezar Dimitrov – Levski (Búl)

Martin Yordanov – Cherno More Ticha (Búl)

Pavlin Ivanov – ABC CSU Sibiu (Rúm)

Aleks Simeonov – CSKA (Búl)

Konstantin Kostadinov – CA Montemar (Spá)

Emil Stoilov – Menorca (Spá)

Andrey Ivanov – CSKA (Búl)

Aleksandar Ivanov Stoimenov – Terme Olimia Podcetrtrek (Sló)

Ivan Alipiev – Latina Basket SSDARL (Ita)

Um er að ræða nokkuð sterkan hóp hjá búlgarska liðinu á þessu móti þó þeir hafi líkt og Ísland tapað báðum leikjum sínum á mótinu. Gegn Tyrklandi töpuðu þeir nokkuð stórt á meðan að þeir fóru í framlengingu gegn Úkraínu. Líkt og hjá Íslandi vantar nokkra stóra pósta í búlgarska liðið, en þar væri helst hægt að nefna Sasha Vezenkov sem gerði þriggja ára samning við Sacramento Kings í NBA deildinni í sumar eftir að hafa skilað 22 stigum og 7 fráköstum að meðaltali í leik á síðustu leiktíð með Olympiacos í grísku deildinni og EuroLeague.

Margir leika leikmenn liðsins með liðum í heimalandinu og í neðri deildum Spánar og Ítalíu. Þeirra framlagshæstu leikmenn það sem af er þessari forkeppni eru kaninn þeirra Brandon Young sem skilað hefur 16 stigum, 8 stoðsendingum í leik og fyrrum leikmaður Vals Aleks Simeonov, en hann er með 16 stig og 4 fráköst að meðaltali í leik, en þeir leika báðir fyrir CSKA Sofia í Búlgaríu.

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -