spot_img
HomeFréttirSigmundur dæmdi í Hollandi

Sigmundur dæmdi í Hollandi

8:40

{mosimage}

Sigmundur Már Herbertsson dæmdi leik Amsterdam Astronauts og DTL EKA AEL Lemesos frá Kýpur í Hollandi í gærkvöldi. Leikurinn var liður í EuroCup karla og sigruðu gestirnir 79-95 eftir að hafa náð góðu forskoti í fyrsta leikhluta.

Kýpverjarnir eru efstir í riðlinum og eiga þar í baráttu við ítalska liðið Virtus Europonteggi Bologna en Hollendingarnir hafa tapað öllum leikjum sínum til þessa.

Meðdómarar Sigmundar voru þeir Lahdo Sharro frá Svíþjóð og Jonas Bille frá Danmörku.

[email protected]

Mynd: kki.is

Fréttir
- Auglýsing -