spot_img
HomeFréttirHöttur fær liðsstyrk

Höttur fær liðsstyrk

9:30

{mosimage}

1. deildar lið Hattar hefur styrkt leikmannahóp sinn. Þeir hafa samið við 23 ára gamlan Pólverja að nafni Milosz Krajewski og verður hann löglegur með þeim í fyrsta leik þeirra á nýju ári, 5. janúar gegn Þór á Akureyri. Milosz er 200 cm hár framherji sem hefur leikið í pólsku 1. deildinni með Sportowiec Czestochowa.

Loftur Þór Einarsson þjálfari Hattar sagði að Milosz myndi styrkja liðið mikið inn í teig en þess má geta að leikmaðurinn er mættur á svæðið og farinn að æfa með Hattarmönnum.

[email protected]

Mynd: Loftur Þór Einarsson

Fréttir
- Auglýsing -