spot_img
HomeFréttirTveir leikir í IE-kvenna í kvöld

Tveir leikir í IE-kvenna í kvöld

15:28 

{mosimage}

 

(Birna er komin á fullt að nýju eftir meiðsli)

 

 

Í kvöld fara fram tveir leikir í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik. Í Röstinni í Grindavík mæta sigurlausar Blikastúlkur með nýjan þjálfara, Yngva Gunnlaugsson og í Keflavík mætast heimakonur og ÍS. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15.

 

Blikar hafa tapað sjö leikjum í röð og eru án sigurs í deildinni. Magnús Guðfinnsson sagði starfi sínu lausu sem þjálfari Blika og við honum tók Yngvi Gunnlaugsson sem til þessa hefur þjálfað yngri landslið Íslands og verið aðstoðarþjálfari hjá Íslandsmeisturum Haukakvenna. Grindvíkingar eru í þriðja sæti deildarinnar og þurfa á sigri að halda til að missa Hauka og Keflavík ekki of langt frá sér.

 

Stúdínur gætu velgt Keflavík vel undir uggum í kvöld en ÍS hefur verið að sækja í sig veðrið upp á síðkastið og gjörsigruðu þær nýliða Hamars í síðasta leik. Birna Valgarðsdóttir er óðum að stimpla sig að nýju inn í Keflavíkurliðið eftir meiðsli. Ljóst er að ÍS þarf að eiga stórleik í Sláturhúsinu ætli þær sér sigur í Reykjanesbæ.

 

Grindavík-Breiðablik

Keflavík-ÍS

Leikirnir hefjast kl. 19:15

Fréttir
- Auglýsing -