spot_img
HomeFréttirEvrópuævintýri Hauka á enda

Evrópuævintýri Hauka á enda

21:35

{mosimage}

(Kelly Miller skorar hér 2 af 8 stigum sínum í leiknum) 

Íslandsmeistarar Hauka fengu lítið við ráðið þegar Lattes Montpellier Agglom kom í heimsókn á Ásvelli í Evrópukeppni kvenna í kvöld. Lokatölur leiksins voru 57-105 Lattes í vil sem réðu lögum og lofum á vellinum allt frá upphafi til enda leiks. Stigahæst í liði Hauka var Ifeoma Okonkwo með 23 stig og 6 fráköst en þær Elodie Bertal og Olga Podkovainikova gerðu báðar 20 stig fyrir Lattes.  

Haukar gerðu fyrstu stig leiksins er þar var Ifeoma að verki en með hröðum sóknum og grimmri vörn tókst gestunum að breyta stöðunni í 4-11 á örskotsstundu. Lattes, með systurbakverðina knáu Colleen og Kelly Miller, keyrðu upp hraða leiksins og slógu Hauka algerlega út af laginu. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 12-30 Lattes í vil. 

{mosimage}

 

 

Gestirnir hrintu Haukum úr vel flestum sóknaraðgerðum sínum en Haukakonur fóru oft illa að ráði sínu og má þess geta að hin unga, en reynslumikla, Helena Sverrisdóttir, var með 9 tapaða bolta í fyrri hálfleik. Lattes leyfðu sér að hvíla sína sterkustu menn í 2. leikhluta, þá aðallega tvíburasysturnar, en það kom ekki að sök og yfirburðir gestanna héldu áfram. Liðin gengu til hálfleiks í stöðunni 25-54. Helena Sverrisdóttir var aðeins með 4 stig í fyrri hálfleik en hún rankaði lítillega við sér í þeim síðari og lauk leik með 15 stig en tapaði 12 boltum. Þrátt fyrir að Helena hefði hert róðurinn hjá sér urðu Haukar að sjá á eftir Pálínu Gunnlaugsdóttur af velli vegna meiðsla og lék hún ekkert í síðari hálfleik. 

 

{mosimage}

 

 

Yfirburðir gestanna voru einfaldlega of miklir fyrir sterkasta lið Íslands að þessu sinni og urðu lokatölur því 105-57 eins og áður greinir. Aðeins tveir leikir eru eftir í riðlakeppninni og er það næsta víst að Haukar komast ekki upp úr sínum riðli eftir ósigur kvöldsins. 

Gangur leiksins

4-4, 8-15, 12-30

17-33, 21-44, 25-54

25-60, 33-66, 45-77

47-77, 55-92, 57-104 

[email protected]

 

 

{mosimage} 

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -