15:05
{mosimage}
Kesha Watson, bandaríski leikmaður kvennaliðs Keflavíkur í körfubolta, lenti í óskemmtilegri reynslu í leik liðsins gegn ÍS á miðvikudag þegar hún lenti í samstuði við Anabel Perdomo.
Við áreksturinn brotnaði úr henni ein framtönn og önnur skekktist og var hún umsvifalaust færð undir læknishendur. Tannlæknirinn náði þó að koma tönninni fyrir á ný og segir Jón Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur að Watson beri sig vel þrátt fyrir atvikið.
„Við erum vongóð um að hún nái sér fljótlega, en það skýrist á næstu dögum. Hún gæti verið tilbúin fyrir næsta leik, en hún er afar hörð af sér og það kæmi mér ekki á óvart ef hún yrði með.“
{mosimage}
Mynd1: Perdomo lendir ofan á Watson í baráttu um lausan bolta.
Mynd2: Áhorfendur leita að tönninni undir bekkjunum.
Frétt af www.vf.is
Myndir: Þorgils Jónsson, [email protected]