spot_img
HomeFréttirGunnar Stefánsson hættur hjá KR

Gunnar Stefánsson hættur hjá KR

10:52 

{mosimage}

 

 

Körfuknattleiksmaðurinn Gunnar Stefánsson hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir

KR-inga því honum finnst að hann hafi ekki fengið fullnægjandi tækifæri til

þess að sanna sig með Vesturbæjarliðinu.

 

Gunnar gekk til liðs við KR fyrir þessa leiktíð frá Keflavík en í ár hefur

hann fengið fá tækifæri hjá Benedikt Guðmundssyni, þjálfara KR.

 

KR-ingar eru í 3. sæti Iceland Express deildarinnar og hefur liðið mátt þola

nokkra blóðtöku í þeim Gunnari, Ólafi Má Ægissyni, Eldi Ólafssyni, Steinari

Kaldal og Níels P. Dungal.

 

Óvíst er hvað er framundan hjá Gunnari í körfuboltanum en víst þykir að mörg

lið á landinu gætu vel hugsað sér að nýta hans krafta innan sinna raða.

 

[email protected]

Mynd: www.kr.is/karfa

Fréttir
- Auglýsing -