spot_img
HomeFréttirNBA: Vince Carter hitti úr níu 3ja stiga skotum

NBA: Vince Carter hitti úr níu 3ja stiga skotum

09:59 

{mosimage}

Vince Carter hitti úr níu 3ja stiga skotum og skoraði 37 stig þegar lið hans, New Jersey Nets, vann Memphis Grizzlies, 105:92, í bandarísku NBA körfuboltaldeildinni í nótt. Jason Kidd, liðsfélagi hans, komst í þriðja sæti yfir þá NBA-leikmenn hafa náð flestum svonefndum þrennum, þ.e. skorað yfir 10 stig, hirt 10 eða fleiri fráköst og átt 10 eða fleiri stoðsendingar í sama leik. 

Tilkynnt var í nótt, að skipt yrði aftur um bolta í NBA deildinni. Bandaríska körfuboltasambandið gerði í sumar samning við íþróttavöruframleiðandann Spalding og tók í kjölfarið upp nýjan bolta, sem framleiddur er úr gerviefnum. Leikmennirnir hafa hins vegar kvartað sáran yfir boltanum og segjast m.a. fá sár á hendurnar vegna núnings. Nú hafa forráðamenn NBA látið undan og verður gamli leðurboltinn notaður aftur í leikjum í deildinni frá og með áramótunum.

 Frétt af www.mbl.is

Fréttir
- Auglýsing -