Eins og flestir kannski vita þá hefur helsta stjarna Philadelphia 76’ers farið fram á skilnað við félagið vegna lélegs gengi og beðið um félagsskipti.
Hann fær þá ósk uppfyllta og sérfræðingar vestan hafs spá því að skiptin verða á næstu dögum, jafnvel í dag eða á morgun. Nokkur lið hafa verið nefnd í skiptunum.
Minnesota Timberwolves:
Þeir hafa verið í mikilli lægð undanfarin ár og stórstjarna þeirra, Kevin Garnett hefur nefnt að hann hefur viljað fá Iverson til liðsins. Ég held að þetta yrði all svakalegasta tvíeyki deildarinnar, Iverson og Garnett. Hinsvegar verður erfitt að fá Iverson til liðsins launalega séð, bæði vegna þess ða margir leikmenn hjá Timberwolves eru með langan samnin og Kevin Garnett er hæst launaðasti leikmaður deildarinnar.
Boston Celtics:
Boston hafa ekki verið að gera góða hluti þetta árið og er því kjörið tækifæri fyrir stjórnanda liðsins, Danny Ainge að laga hlutina. Iverson hefur oft verið nefndur í því samhengi og var hann næstum því farinn til liðsins í sumar. Paul Pierce hefur lýst því yfir að honum langar að fá Iverson til liðsins. Boston þykir því einn líklegasti viðkomustaður Iversons og væri ekki leiðinlegt að sjá Paul Pierce og Iverson samann í liði.
Denver Nuggets:
Þeir hafa sýnt áhuga að fá Iverson til liðsins. Carmelo er í stöðunni stigahæsti leikmaður deildarinnar og Iverson í öðru sæti, því yrði athyglisvert að sjá hvernig þeir myndu deila skotunum.
Charlotte Bobcats:
Sem nýjasta liðið í deildinni, með lélegasta áhorfendafjölda og eitt slakasta liðið í deildinni þá hafa Bobcats mjög mikinn pening til þess að eyða í laun. Fáir leikmenn eru mjög launaháir og hafa þeir sýnt áhuga að fá Iverson. Stjórandi Bobcats er sjálfur Michael Jordan sem átti sitt næst síðasta tímabil þegar Iverson kom í deildina.Orðrómar hafa verið um að þeir sýndu áhuga, stjórnendur Sixers komust að samningi en Iverson neitaði. Þetta átti að hafa gerst í gær. Þó hafa Bobcats Emaka Okafor sem er sterkur kraftframherji og er sífellt að bæta sig.
Indiana Pacers:
Indiana hafa komið sterkir inn í orðrómana en þó engar opinberar yfirlýsingar. Gaman væri að sjá Iverson spila með Jermaine O’Neal en víst er að Pacers myndu ekki skipta honum.
Golden State:
Golden State hafa sýnt mikinn áhuga og hafa unga og efnilega leikmenn til þess að láta af hendi.
Atlanta:
Atlanta sýndu Iverson áhuga í sumar þegar rætt var um að skipta honum. Þeir hafa sveigjanlegan fjárhag til þess að útdeila launum og því koma þeir sterklega til greina. Spurning hvort að Iverson mundi vilja fara til liðsins en það virðist vanta sterkan kjarna í liðið, þar sem að mikið er af meðal leikmönnum.
Orlando Magic:
Ekki yrði amalegt fyrir Magic, sem eru með besta vinningshlutfallið í austrinu að bæta Iverson við listann hjá sér og láta hann spila með Dwight Howard, sem þykir einn allra kraftmesti og efnilegasti centerinn í deildinni í dag.
Iverson er harður í hron að taka og spurning í hvaða búningi við sjáum hann næst í
Gaman verður að sjá hvert Iverson fer en það er nokkuð víst að honum verður skipt. Nafnið hans hefur þegar verið tekið út úr búningsklefa Sixers og hann hefur verið strokaður út af vídeó-inu sem sýnt er fyrir Sixers heimaleiki. Því er nú víst að 11 ára vist hjá Sixers er lokið hjá Allen Iverson og kemst hann í hóp frægra Sixers manna eins og Wilt Chamberlain, Charles Barkley, Moses Malone og Dr Julius Erwing.
Við hér á körfunni óskum Allen Iverson góðs gengis í nýja liðinu, hvert sem það verður.
Arnar Freyr Magnússon