spot_img
HomeFréttirNBA: Paul Pierce brotlenti á fæti Wayne Rooney

NBA: Paul Pierce brotlenti á fæti Wayne Rooney

23:17

{mosimage}

Framherjinn Paul Pierce hjá Boston Celtics var nálægt því að komast í heimsfréttirnar í gær þegar hann kastaði sér á eftir bolta inn í áhorfendastæðin á leik New York og Boston í NBA deildinni, en þá lenti hann á ristinni á knattspyrnumanninum Wayne Rooney sem sat ásamt unnustu sinni og horfði á leikinn.

Rooney varð ekki meint af þessari uppákomu og skemmti sér konunglega, en Pierce lenti einmitt á ristinni frægu sem nærri kostaði Rooney þáttöku á HM í knattspyrnu í sumar. Það má því segja að litlu hafi munað að ensk knattspyrnustjarna meiddist af völdum NBA körfuboltastjörnu í leik – en það hefði án efa geta talist furðufrétt ársins úr íþróttaheiminum.

Frétt og mynd: Visir.is

Fréttir
- Auglýsing -