spot_img
HomeFréttirHafþór Júlíus Björnsson undir hnífinn

Hafþór Júlíus Björnsson undir hnífinn

11:32 

{mosimage}

KR-ingurinn Hafþór Júlíus Björnsson mun gangast undir aðgerðina sem hann þurfti að láta gera í kjölfar læknisskoðunar í nóvember. Hafþór verður á spítala í nokkra daga.

Hafþór varð fyrir því óláni að skrúfan sem sett var í ökklan á honum var mölbrotin og hafa sérfræðingar verið að ráða ráðum sínum hvað skildi gera með strákinn og nú er það komið á hreint. Aðgerðin verður framkvæmd í dag, fimmtudaginn 14. desember, og mun leikmaðurinn liggja á Landspítalanum í nokkra daga á eftir til að jafna sig. 

Borað verður í beinið á ristinni og gert pláss fyrir beinflís sem tekin verður úr mjöðminni á Hafþóri. Aðgerðin hefur ekki verið gerð oft á Íslandi og vonast er til að Hafþór komist á fulla ferð næsta sumar.

Frétt af www.kr.is/karfa  

Lesa fréttina um meiðsli Hafþórs

http://www.kr.is/karfa/frettir/?cat_id=12981&ew_0_a_id=244051

Fréttir
- Auglýsing -