spot_img
HomeFréttirClemmons til Grindavíkur

Clemmons til Grindavíkur

09:55

{mosimage}

Grindvíkingar hafa ráðið til sín Calvin Clemmons í Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Clemmons lék áður með Snæfellingum tímabilið 2004-2005 og var þá með 15 stig og 11 fráköst að meðaltali í leik. 

Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindvíkinga, segir ráðningu Clemmons nauðsynlega til að lifa af sæmilega úrslitakeppni í dag. „Við þurfum á svona manni að halda til þess að geta haldið í við miðherjana í deildinni í dag,“ sagði Friðrik en fyrir hjá Grindavík er danski bakvörðurinn Adam Darboe og bandaríkjamaðurinn Steven Thomas sem hefur verið að leysa miðherjastöðu Grindavíkur. Thomas þykir ekki nægilega hár í loftinu sem slíkur þó hann komist vel yfir körfuhringinn. 

Clemmons fékk fyrir skemmstu portúgalskt vegabréf en hann verður löglegur með Grindavík strax í fyrsta leik eftir jól. „Það er von á honum til liðsins um 26. desember en ég gerir ráð fyrir því að hann komi rólega inn í þetta hjá okkur þar sem hann fór í uppskurð í baki í júlí. Hann ætti að vera kominn í 100% form um miðjan febrúar,“ sagði Friðrik. 

{mosimage}

Grindavík er um þessar mundir í 6. sæti Iceland Express deildarinnar og með tilkomu Clemmons mun liðið styrkjast til muna við körfuna þar sem fyrir eru Páll Kristinsson og Steven Thomas.  

Myndir: www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -