spot_img
HomeFréttirStyttist í fyrsta sigurinn

Styttist í fyrsta sigurinn

14:33 

{mosimage}

Yngvi Gunnlaugsson hefur tekið við kvennaliði Breiðabliks í Iceland Express deildinni í körfuknattleik en liðið situr nú á botni deildarinnar án stiga. Þrátt fyrir bága stöðu liðsins er Yngvi hvergi banginn og segir stelpurnar reiðubúnar til þess að landa sínum fyrsta sigri.

 

 

„Það þarf að byggja upp sjálfstraustið hjá stelpunum og það eru ekki nema tvö stig sem skilja okkur frá næsta liði,” sagði Yngvi en Blikastúlkur urðu að sætta sig við enn annan ósigur gegn ÍS á mánudagskvöld. Yngvi var aðstoðarþjálfari hjá Haukum síðustu tvö tímabil og átti þátt í fyrsta Íslandsmeistaratitli kvennaliðsins á síðustu leiktíð. „Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hauka, hvatti mig manna mest til þess að taka þetta starf að mér og vonandi getur maður smitað hugarfar sigurvegaranna inn í leik Breiðabliks,“ sagði Yngvi.

 

Næsti leikur liðsins er gegn nýliðum Hamars á sunnudag og fer leikurinn fram í Smáranum. „Ég hef trú á því að við getum haldið okkar sæti í deildinni og ég óska þess að það fari að styttast í fyrsta sigurinn. Stelpurnar þurfa að leggja á sig mikla vinnu og við erum með tiltölulega ungt lið og því tel ég að við eigum enn eftir að sýna okkar besta,” sagði Yngvi að lokum.

Fréttir
- Auglýsing -