13:42
{mosimage}
Blikakonur lönduðu sínum fyrsta sigri í Iceland Express deild kvenna í gærkvöldi þegar nýliðar Hamars mættu í Smárann í Kópavogi. Lokatölur leiksins voru 70-57 Blikum í vil þar sem Tiara Harris fór á kostum með 30 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar.
Blikar leiddu lungann úr leiknum en staða í hálfleik var 33-23 Blikum í vil. Hamarskonur komust nærri Blikum í þriðja leikhluta en staðan fyrir fjórða og síðasta leikfjórðunginn var 44-43 fyrir Blika. Heimakonur reyndust sterkari á endasprettinum og höfðu 13 stig sigur í gær 70-57.
Latreece Bagley gerði 24 stig og tók 10 fráköst hjá Hamri en Telma B. Fjalarsdóttir átti einnig góðan dag fyrir Blika með 10 stig og 12 fráköst.
Ljóst er að Yngvi Gunnlaugsson er að rífa Blikaliðið upp úr öskunni og inn í eldinn en þeirra bíður engu að síður ærinn starfi í deildinni ef þær ætla að forða sér frá falli í 2. deild kvenna.